

Íþrótta og lífsleiknikennari við Waldorfskólann Sólstafi
Waldorfskólinn Sólstafir óska að ráða kennara í hlutastarf til íþrótta og lífsleiknikennslu næsta skólaár, 2025-2026.
Waldorfskólinn er lítill grunnskóli í miðborg Reykjavíkur þar sem kennt er eftir uppeldisfræði waldorfstefnunnar. Skólinn leggur áherslu á heildrænt, skapandi og heilsueflandi skólastarf og leitast við að svara þörfum nemenda sem einstaklinga á þroskabraut í samfélagi sem er í stöðugri þróun.
Í skólanum eru um 100 nemendur í 1-10.bekk og skólinn hefur aðgang að stóru útisvæði og fullbúnu íþróttahúsi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
*Íþróttakennsla í 6-10.bekk
*sundkennsla í 1-10.bekk
*lífsleikni kennsla í 6-10.bekk
*Vinna samkvæmt stefnu skólans að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk skólans.
*Taka þátt í að móta gott skólastarf í teymisvinnu ásamt kennurum og starfsfólki.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Fullgild réttindi til sundkennslu
- Haldgóð þekking á kennslufræði íþrótta
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Stundvísi og samviskusemi
Til að fá nánari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband á póstfang skólans: [email protected] eða hringja í s: 5771110. Umsóknarfrestur er til 6. júní nk.













