
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Íslenskukennari – Háskólagrunnur HR
Háskólagrunnur HR leitar að kraftmiklum og áhugasömum íslenskukennara í fullt starf. Lægra starfshlutfall kemur einnig til greina. Í starfinu felst fyrst og fremst kennsla í íslensku á framhaldsskólastigi sem undirbýr nemendur fyrir nám í háskóladeildum skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla, undirbúningur og yfirferð verkefna
- Þátttaka í skipulagi og þróunarstarfi við Háskólagrunn HR
- Kennsluþróun í íslensku og samstarf við kennara deildarinnar
- Samskipti við nemendur og starfsfólk skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem veitir góða þekkingu og færni í íslensku
- Kennsluréttindi eru æskileg
- Reynsla af kennslu er æskileg
- Vilji til að skoða og reyna ólíkar aðferðir við kennslu og miðlun
- Fagmennska og skipulagshæfni
- Færni í samskiptum og hæfileiki til að vinna með fjölbreyttum hópum
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Leikskólinn Reykjakot auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Reykjakot

ÍSAT kennsla á unglingastigi í Álfhólsskóla í 50-100% stöðu
Álfhólsskóli

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Sérkennari óskast á miðstig
Helgafellsskóli

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Leikskólastjóri - Leikskólinn Aðalþing
Aðalþing leikskóli