
Sólheimar 23, húsfélag
Í húsinu eru 63 íbúðir á 13 hæðum. Margir hafa búið lengi í húsinu enda húsið vinsælt til búsetu. Húsið er byggt 1962.

Húsvörður
Starfið er fjölbreytt og áhugavert. Umsækjandi þarf að hafa færni í viðgerðum og almennu viðhaldi, vera með þjónustulund og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Húsvörður er umsjónar- og eftirlitsmaður hússins undir stjórn formanns húsfélagsins. Hann sinnir auk þess allmörgum verklegum þáttum sem koma fram í starfslýsingu.
Starfshlutfall er 65%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með sorpgeymslu og nauðsynleg samskipti við sorphirða.
- Umsjón með kerfum fyrir vatn, rafmagn, hita og ljósleiðara.
- Umsjón með þvottahúsi og vélbúnaði í því.
- Sér um að lýsing og hiti húsnæða séu fullnægjandi og leitast við að ná hagkvæmni í rekstri með réttri orkunotkun í húsinu
- Framkvæmir einfaldar viðgerðir og viðhald, og kallar til sérfræðiaðstoð þegar þess er þörf
- Annast samskipti við verktaka sem starfa við viðhald í húsinu
- Auk annara verkefna sem tilgreind eru í starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Fagmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Tæknileg þekking er æskileg
- Tölvukunnátta skilyrði
- Færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
Fríðindi í starfi
Áhugavert og gefandi starf!
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sólheimar 23, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar