Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Heilbrigðisstarfsmaður á Upplýsingatæknideild

Ert þú til í breytingar og nýjar áskoranir?

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) óskar eftir að ráða heilbrigðisstarfsmann í stöðu verkefnastjóra rafrænnar skráningar á Upplýsingatæknideild. Um er að ræða 80-100% stöðu og er starfið laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, bjóðum upp á góða aðlögun og samheldið og öflugt starfsumhverfi.

Næsti yfirmaður er Sigmundur Björnsson deildarstjóri Upplýsingatæknideildar.

Komdu og vertu hluti af öflugu teymi á Sjúkrahúsinu á Akureyri!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virk þátttaka og frumkvæði í þróun og innleiðingu á nýjungum fyrir rafræna sjúkraskrárumhverfi, sem grundvallast á gildandi lögum og reglugerðum og er í samræmi við stefnu og markmið sjúkrahússins.

  • Frumkvæði í notkun allra möguleika í rafrænni skráningu sem styðja við aukin gæði og öryggi í þjónustu.

  • Umsjón með innleiðingu á verkferlum og vinnulagi tengt því

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í hjúkrunarfræði eða annarri löggiltri heilbrigðisstétt, með starfsleyfi frá Embætti Landlæknis

  • Góð þekking á faglegum grunni og rafrænni skráningu í rafræn sjúkraskrárkerfi er æskilegt

  • Mjög góð almenn tölvu- og tækniþekking

  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur

  • Faglegur metnaður í starfi og árangursmiðað viðhorf

  • Skipulagshæfileikar, lausnamiðuð vinnubrögð og geta til að vinna eftir skilgreindum gæða- og öryggisferlum

  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og miðlun upplýsinga

  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og markviss vinnubrögð

  • Reynsla og áhugi á teymisvinnu

Auglýsing birt30. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar