
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Hefur þú brennandi áhuga á þróunar- og umbótaverkefnum?
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi, sem hefur áhuga á að læra og þróast í öflugri deild, þróun og rekstri á Mörkuðum hjá Arion banka. Markaðir veita margvíslega þjónustu tengt eignastýringu, rekstri lífeyrissjóða, markaðsviðskiptum, ásamt Premía þjónustu. Arion banki, ásamt dótturfélögum eru leiðandi í eignastýringu á Íslandi með tæplega 2.000 milljarða króna í eignastýringu og þjónustu.
Þróun og rekstur vinnur þvert á sviðið Markaðir og ber ábyrgð á þróun, þjónustu, verkefnastýringu, tækni, gæða- og rekstrarmálum sviðsins. Við leitum að einstaklingi sem mun taka þátt fjölbreyttum verkefnum deildarinnar. Starfið felur í sér mikil samskipti við hagsmunaaðila og starfsfólk.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og umbætur á vörum og þjónustum sviðsins
- Verkefni tengd skilvirkni
- Greiningar og gagnaúrvinnsla
- Þróun og rekstur á sjálfvirkum skýrslum og eftirlitum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð greiningarhæfni og færni í framsetningu gagna
- Góð tæknileg færni og áhugi á tækninýjungum
- Góð kunnátta á Excel og lágmarkskunnátta á PowerBi og SQL
- Frumkvæði, sjálfstæði, jákvæðni og góð skipulagsfærni
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGreiningarfærniJákvæðniSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Ráðgjafi – Stefnumótun og rekstrarráðgjöf
Deloitte

Bókari
Landsnet hf.

Sérfræðingur í birgðahaldi og innkaupaeftirliti
Krónan

Fjármála- og skrifstofustjóri
Rangárþing eystra

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games

Senior AI Engineer
CCP Games

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa

Senior Audio AI Scientist
Treble Technologies

Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Síminn