

Gagnasérfræðingur / Data Engineer (gervigreind)
Við leitum að öflugum gagnasérfræðingi (Data Engineer / Data Specialist) til að leiða þróun og uppbyggingu gagnavinnslu sem styður við gervigreindar- og gagnamódel. Um er að ræða lykilhlutverk þar sem viðkomandi ber ábyrgð á að safna, umbreyta og tryggja gæði gagna - sérstaklega óskipulagðra gagna (unstructured data) - með sjálfvirkum lausnum þannig að þau nýtist í gervigreindarlausnum, greiningu og spálíkönum.
-
Þróa og innleiða sjálfvirkar gagnavinnslupípur (ETL/ELT) fyrir söfnun, hreinsun og umbreytingu gagna
-
Þróa aðferðir og lausnir fyrir sjálfvirknivæðingu gagnavinnslu með áherslu á endurtekna, áreiðanlega og rekjanlega ferla
-
Safna, vinna og umbreyta ótöguðum gögnum í skýrar gagnastrúktúrar með sjálfvirkum ferlum
-
Nýta gervigreindarlausnir til að sjálfvirknivæða flokkun, greiningu, merkingu og strúktúrsetningu gagna
-
Sjálfvirknivæða gæðaprófanir, villugreiningu og staðfestingu gagna
-
Undirbúa gögn með sjálfvirkum hætti fyrir gervigreindar-, vélanáms- og spálíkön
-
Samþætta sjálfvirkar gagnalausnir við forrit, þjónustur og AI-lausnir
-
Skjalfesta sjálfvirk ferli, gagnavinnsluflæði og gagnalíkön
- Menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af forritun í Python og TypeScript
-
Sterk reynsla af gagnavinnslu, umbreytingu gagna og sjálfvirknivæðingu ferla
-
Reynsla af vinnslu óskipulagðra gagna (unstructured data)
-
Þekking á gagnagæðaprófunum, villugreiningu og sjálfvirkum prófunum
-
Reynsla af gagnagrunnum (SQL og/eða NoSQL)
-
Skilningur á kröfum gagna fyrir gervigreind, vélanám og gervigreindarmódel
- Mikil vinnusemi, agi og nákvæmni í starfi
-
Reynslu af nýtingu gervigreindar (t.d. NLP og LLM) til sjálfvirknivæðingar á vinnslu óskipulagðra gagna
-
Þekkingu á og reynslu af hönnun RAG-lausna (Retrieval-Augmented Generation) og leitarlausna fyrir gervigreind
-
Þekkingu á spálíkönum, tölfræði og tölfræðilegri greiningu gagna
-
Reynslu af ferlastýringu, áætlunum og verkflæðakerfum
-
Þekkingu á feature engineering og undirbúningi gagna fyrir módel
-
Reynslu af skýjalausnum (AWS, GCP eða Azure)
-
Áhuga á nýsköpun og þróun gervigreindarlausna
-
Lykilhlutverk í þróun gagnavinnslu fyrir gervigreind
-
Tækifæri til að vinna með nýjustu gervigreindartækni og flókin gagnavandamál
-
Sveigjanlegt og faglegt starfsumhverfi
-
Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu
Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]).
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.
Íslenska
Enska










