Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.

Gagnasérfræðingur / Data Engineer (gervigreind)

Við leitum að öflugum gagnasérfræðingi (Data Engineer / Data Specialist) til að leiða þróun og uppbyggingu gagnavinnslu sem styður við gervigreindar- og gagnamódel. Um er að ræða lykilhlutverk þar sem viðkomandi ber ábyrgð á að safna, umbreyta og tryggja gæði gagna - sérstaklega óskipulagðra gagna (unstructured data) - með sjálfvirkum lausnum þannig að þau nýtist í gervigreindarlausnum, greiningu og spálíkönum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og innleiða sjálfvirkar gagnavinnslupípur (ETL/ELT) fyrir söfnun, hreinsun og umbreytingu gagna 

  • Þróa aðferðir og lausnir fyrir sjálfvirknivæðingu gagnavinnslu með áherslu á endurtekna, áreiðanlega og rekjanlega ferla 

  • Safna, vinna og umbreyta ótöguðum gögnum í skýrar gagnastrúktúrar með sjálfvirkum ferlum 

  • Nýta gervigreindarlausnir til að sjálfvirknivæða flokkun, greiningu, merkingu og strúktúrsetningu gagna 

  • Sjálfvirknivæða gæðaprófanir, villugreiningu og staðfestingu gagna 

  • Undirbúa gögn með sjálfvirkum hætti fyrir gervigreindar-, vélanáms- og spálíkön 

  • Samþætta sjálfvirkar gagnalausnir við forrit, þjónustur og AI-lausnir 

  • Skjalfesta sjálfvirk ferli, gagnavinnsluflæði og gagnalíkön 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af forritun í Python og TypeScript 

  • Sterk reynsla af gagnavinnslu, umbreytingu gagna og sjálfvirknivæðingu ferla 

  • Reynsla af vinnslu óskipulagðra gagna (unstructured data) 

  • Þekking á gagnagæðaprófunum, villugreiningu og sjálfvirkum prófunum 

  • Reynsla af gagnagrunnum (SQL og/eða NoSQL) 

  • Skilningur á kröfum gagna fyrir gervigreind, vélanám og gervigreindarmódel 

  • Mikil vinnusemi, agi og nákvæmni í starfi
Kostur ef umsækjandi hefur
  • Reynslu af nýtingu gervigreindar (t.d. NLP og LLM) til sjálfvirknivæðingar á vinnslu óskipulagðra gagna 

  • Þekkingu á og reynslu af hönnun RAG-lausna (Retrieval-Augmented Generation) og leitarlausna fyrir gervigreind 

  • Þekkingu á spálíkönum, tölfræði og tölfræðilegri greiningu gagna 

  • Reynslu af ferlastýringu, áætlunum og verkflæðakerfum 

  • Þekkingu á feature engineering og undirbúningi gagna fyrir módel 

  • Reynslu af skýjalausnum (AWS, GCP eða Azure) 

  • Áhuga á nýsköpun og þróun gervigreindarlausna 

Við bjóðum
  • Lykilhlutverk í þróun gagnavinnslu fyrir gervigreind 

  • Tækifæri til að vinna með nýjustu gervigreindartækni og flókin gagnavandamál 

  • Sveigjanlegt og faglegt starfsumhverfi 

  • Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu 

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]). 

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.

Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Nýlendugata 14, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AWSPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.BakendaforritunPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Google CloudPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.TypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar