Nova
Nova
Nova

Gagnaséní

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi sem sameinar hæfni í gagnagreiningu, viðskiptaskilningi og þróun gagnalausna. Hlutverkið felur í sér að hanna, þróa og viðhalda skýrslugerð og mælaborðum, greina gögn til að styðja við ákvarðanatöku og starfa sem brú á milli viðskiptaeininga og tækniteyma. Viðkomandi spilar lykilhlutverk í virkri gagnamenningu fyrirtækisins og að gögn séu nýtt sem virkt stjórntæki í daglegum rekstri og framtíðarstefnumótun.

Helstu verkefni og ábyrgð

📊 BI og skýrslugerð:

  • Hanna og þróa mælaborð (Power BI) sem endurspegla lykilmælikvarða (KPIs).
  • Sjálfvirknivæða skýrslugerð og viðhalda skýrslugrunni fyrir stjórnendur og teymi.
  • Samræma og viðhalda gagnamódelum fyrir BI-tól og tryggja gæði og samræmi gagna.

📈 Greining og innsýn:

  • Greina gögn og gefa innsýn um hegðun viðskiptavina, rekstrarhagkvæmni, tekjur o.fl.
  • Útbúa og miðla greiningum sem styðja við stefnumótun, markaðssetningu og rekstur.
  • Framkvæma ad hoc greiningar og svör við spurningum frá stjórnendum.

🤝 Gagnaeigandi og brú milli viðskipta og tækni:

  • Skilja þarfir viðskiptaeininga og umbreyta þeim í gagnakröfur og verkefni.
  • Forgangsraða gagnaverkefnum í samráði við stjórnendur og tryggja viðskiptalegt virði.
  • Vinna náið með gagna- og þróunarteymum að innleiðingu lausna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af notkun BI-tóla (s.s. PowerBI).
  • Góð kunnátta í SQL og hæfni til að vinna með stór gagnasöfn.
  • Reynsla af greiningarvinnu, helst bæði í gagnagreiningu og viðskiptagreiningu
  • Skilningur á lykilmælikvörðum í rekstri og getu til að útskýra gögn fyrir hagmunsaaðilum.
  • Reynsla af því að vinna þvert á deildir og/eða í hlutverki sem krefst samhæfingar við viðskiptaeiningar.
  • Grunnskilningur á gagnainnviðum og gagnalíkönum.

🔹 Eiginleikar sem við leitum eftir:

  • Sterk greiningarhæfni og skipulagshugsun.
  • Geta til að draga fram upplýsingar úr gögnum og gefa insnýn til að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að útskýra flókin gögn á einfaldan hátt.
  • Drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum – þér finnst gaman að móta hlutverk og bæta ferla.
  • Frumkvæði til að nýta gervigreindina við greiningarvinnu, ákvarðanatöku og skýrslugerð.
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur14. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar