
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Framkvæmdastjóri
EFLA óskar eftir að ráða traustan og hugrakkan leiðtoga sem hefur skýra sýn, sterka samfélagsvitund og ástríðu fyrir sjálfbærni og nýsköpun.
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Starfsfólk EFLU samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun á jafningjagrundvelli þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og framþróun fyrirtækisins
- Stefnumótun og innleiðing stefnu í samstarfi við stjórn og starfsfólk
- Leiða öflugt og samábyrgt teymi stjórnenda
- Efla og styðja við menningu nýsköpunar, sjálfbærni og fagmennsku
- Viðhalda áframhaldandi vexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni
- Leiða afburða mannauð sem vinnur þétt saman í sterkri liðsheild og stuðla að góðri fyrirtækjamenningu
- Viðhalda traustum tengslum við viðskiptavini, samfélag og hagaðila
- Ábyrgð gagnvart stjórn EFLU
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða æskileg
- Farsæl og árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun
- Leiðtogahæfni og reynsla af að byggja upp og viðhalda öflugri liðsheild
- Rík samskiptahæfni og virk hlustun
- Skilningur á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar
- Hæfni til að koma fram í ræðu og riti fyrir hönd fyrirtækisins á innlendum og erlendum vettvangi
- Auk þess væri æskilegt að nýr framkvæmdastjóri hefði víðtæka þekkingu á þörfum ólíkra atvinnugreina, reynslu af teymisfyrirkomulagi og alþjóðlegu umhverfi.
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)