

Flugvallarstarfsmaður á Akureyrarflugvelli
Við leitum eftir að ráða einstakling á Akureyrarflugvöll. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, flugverndargæsla, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja og flugbrauta á norðurlandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Bílpróf er skilyrði
-
Meirapróf er skilyrði
-
Vinnuvélapróf er skilyrði
-
Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
-
Reynsla af slökkvistörfum er kostur
-
Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Rétt litaskynjun
-
Lipurð mannlegum samskiptum
-
Þjónustulund og metnaður í starfi
-
Viðkomandi þarf að standast þrek- og styrktarpróf
Upplýsingar um starfið veitir Hermann Jóhannesson, umdæmisstjóri [email protected]
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

