NPA Setur Suðurlands ehf.
NPA Setur Suðurlands ehf.

Fjölbreytt og skemmtileg störf aðstoðarmanna og aðstoðarverkstjórnanda í Reykjanesbæ.

Nú leitum við að jákvæðum, áræðanlegum og umburðarlyndum aðstoðarmönnum til að styrkja starfsmannateymi hjá þjónustuþega okkar í Reykjanesbæ.

Viðkomandi er ungur fjölskyldufaðir, með góða kímnigáfu, glaðlyndur og mikill áhugamaður um íþróttir.


Störfin byggja á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og geta verkefnin verið afar fjölbreytt eftir dögum og þörfum viðkomandi og hans fjölskyldu. Aðstoðin fer að mestu fram inn á heimili notandans auk þess sem aðstoðarmenn fylgja viðkomandi í öllum sínum ferðum og verkefnum utan heimilisins.

Unnið er á vöktum og eru laun greidd skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Starfsgreinasambandsins og Eflingar.

Um fleiri en eitt stöðugildi er að ræða - þar með talið starf aðstoðarverkstjórnanda og geta starfshlutföll verið samkomulags atriði.

Einnig leitum við eftir starfsfólki í afleysingar.

Skilyrði að umsækjendur séu íslenskumælandi.

Hæfniskröfur

• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Þolinmæði og umburðarlyndi
• Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Jákvæðni og vilji til að taka leiðsögn
• Sveigjanleiki og umburðarlyndi fyrir verkefnum dagsins
• Menntun og/eða reynsla af ummönnunarstörfum kostur, en ekki skilyrði.
• Reynsla af uppeldi barna mikilvæg

Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði og hafi gild ökuréttindi.


Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi, en eigi síðar en 1. mars 2026.

Um framtíðarstörf er að ræða.

Nánari upplýsingar um störfin gefa Hafdís Bjarnadóttir s: 510 0921, [email protected] og Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir s: 510 0922, [email protected].

Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar