ENDURMENNTUN HÍ
ENDURMENNTUN HÍ
ENDURMENNTUN HÍ

Fjármálastjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að fjármálastjóra í fullt starf. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstöðumann Endurmenntunar og ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstöðumanni. Fjármálastjóri stýrir teymi fjögurra starfsmanna fjármála og reksturs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum fjármálarekstri t.d. innheimtu og greiðslu reikninga, innkaupum og samningamálum
  • Greiningar á fjármálum, rekstrarkostnaði, framlegð og öðrum tölulegum gögnum
  • Fjárhagsáætlun Endurmenntunar, gerð og eftirfylgni í samráði við forstöðumann
  • Stjórnun teymis fjármála- og reksturs
  • Upplýsingagjöf og þjónusta til viðskiptavina og samstarfsfólks/stjórnenda
  • Umsjón með þróun ferla og umbótaverkefnum sem snerta fjármál og bókhald
  • Ábyrgð á utanumhaldi á viðhaldi, aðstöðu og búnaði Endurmenntunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum
  • Reynsla af fjármálastjórnun og greiningu fjárhagsupplýsinga 
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Reynsla af notkun bókhalds- og fjárhagsupplýsingakerfa
  • Góð hæfni í notkun upplýsingatæknilausna eins og Excel, kunnátta á Power BI er æskileg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dunhagi 7, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar