
Félagsliði óskast í vaktavinnu í kvöld- og helgarþjónustu
Kvöld- og helgarþjónusta hjá félagslegri stuðningsþjónustu Árborgar.
Félagsleg stuðningsþjónusta miðar að því að styðja íbúa sveitarfélagsins til sjálfræðis og sjálfsbjargar, rjúfa félagslega einangrun og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Um er að ræða 56% stöðu í vaktavinnu. Unnið er viku í senn og viku frí á milli, frá mánudagskvöldi og út sunnudagskvöld. Vinnutími er frá 18-22 virk kvöld og um helgar (einnig rauða daga sem lenda á vinnuviku) frá 8-13 og aftur frá 18-22.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega, eftir samkomulagi.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Að virkja og hvetja notendur til virkrar þátttöku og sjálfsbjargar eins og hægt er.
- Að veita aðstoð samkvæmt þjónustusamningi Árborgar, t.d. aðstoð við lyfjagjöf, öryggisinnlit, veita félagslegan og persónulegan stuðning við athafnir dagslegs lífs.
- Reynsla af störfum í stuðningsþjónustu eða umönnunarstarfi æskileg
- Félagsliðamenntun skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, vandvirkni og skipulagshæfni
- Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og góð þjónustulund
- Hreint sakavottorð
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Ökuréttindi
- Full vinnutímastytting
- Sveigjanleiki
