Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

Eigna- og framkvæmdadeild auglýsir eftir öflugum einstaklingi.

Eigna- og framkvæmdadeild auglýsir eftir öflugum einstaklingi í starf með áherslu á opin svæði í 100% starfshlutfall.

Starfið heyrir undir Framkvæmdasvið Dalvíkurbyggðar, en Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar er hluti þess sviðs. Deildin gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu í þjónustu við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins (viðhald og nýframkvæmdir). Eigna- og framkvæmdadeild starfar með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umhirða og viðhald opinna svæða og leiksvæða.
  • Umsjón með og undirbúningur fyrir starf Vinnuskóla.
  • Viðhald og umhirða á götum, gangstéttum, stígum og götugögnum.
  • Umsjón, eftirlit og samskipti við verktaka varðandi ýmis konar verkefni.
  • Annað viðhald á eignum sveitarfélagsins, svo sem fasteignum.
  • Ýmis önnur fjölbreytt tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum.
  • Menntun sem nýtist í starfi, garðyrkjumenntun kostur.
  • Reynsla af starfi með ungmennum kostur.
  • Ökuréttindi.
  • Vinnuvélaréttindi kostur.
  • Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar