Íþaka fasteignafélag
Íþaka fasteignafélag
Íþaka fasteignafélag

Deildarstjóri þróunar og framkvæmda

Fasteignafélagið Íþaka ehf. leitar að deildarstjóra þróunar og framkvæmda. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón stærri framkvæmda og endurbóta
  • Gerð og eftirfylgni tíma- og kostnaðaráætlana, verkefnastjórnun og kostnaðargát
  • Þróun og uppbygging nýrra svæða, skipulag og viðskiptaáætlanir
  • Framtíðarsýn félagsins, græn umgjörð, sjálfbær framtíð og umhverfisvottun fasteigna
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði eða önnur tæknimenntun
  • Áhugi á nýtingu tækni til aukinnar skilvirkni og góð hæfni í verkefnastjórnun
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af sambærilegu starfi, þekking á skipulagsmálum og gerð viðskiptaáætlana
  • Þjónustulund og jákvætt viðhorf gagnvart þróun og breytingum
  • Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing stofnuð17. apríl 2024
Umsóknarfrestur3. maí 2024
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar