Klettaskóli
Klettaskóli

Deildarstjóri Klettaskóla

Starf deildarstjóra í Klettaskóla er laust til umsóknar og um er að ræða full starf og staðan er laus frá 1. ágúst 2025. Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur á aldrinum 6-16 ára með þroskahömlun og viðbótarfatlanir og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Nám í Klettaskóla er einstaklingsmiðað og byggt á forsendum og styrkleikum hvers nemanda. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið". Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi skólans og þarf að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegur og tilbúinn að takast á við krefjandi en gefandi verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virkur þátttakandi í þróunar- og nýbreytnistarfi skólans ásamt því að halda utan um ákveðna stýrihópa skólans
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu
  • Halda utan um forföll og leyfi starfsmanna í skólanum í samvinnu við aðstoðarskólastjóra
  • Samstarf við foreldra og aðra fagaðila
  • Kemur að vinnu við skólanámskrá, starfsáætlun skólans, jafnréttisáætlun, eineltisáætlun, mati á skólastarfi í samstarfi við stjórnendateymi skólans og skólasamfélagið
  • Tekur virkan þátt í að móta og viðhalda menningu skólans.
  • Kemur að innleiðingu nýrra verkefna og nýjunga í skólastarfinu í samvinnu við stjórnunarteymi skólans.
  • Annast móttöku nýrra starfsmanna stigsins
  • Deildarstjóri er deildarstjóri á yngsta stigi
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
  • Leikni í fjölbreyttum kennsluháttum, námsaðlögun og samþættingu
  • Leiðtoga- og skipulagshæfni
  • Reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Lausnarmiðuð hugsun
  • Mjög góða íslenskukunnátta
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar