
BAKO VERSLUNARTÆKNI ehf
BAKO VERSLUNARTÆKNI á sér langa sögu samruna fjölmargra fyrirtækja sem hafa verið sameinuð síðustu áratugi. Meðal félaganna eru Verslunartækni, BakoÍsberg, Geiri, Stóreldhús, Straumur, Bakaratækni og fleiri. Allt hefur þetta miðað að því að styrkja stoðir, bæta vöruval og þjónustu og ná til víðari hóps viðskiptavina.
Núverandi félag er með mjög sterka stöðu á sínum grunn sviðum og þjónustar verslunar- og veitingageirann í víðustum skilningi með fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði. Að auki bjóðum við vöruhúsalausnir og fjölbreyttan búnað fyrir fullvinnslu og pökkun matvæla, innréttingar og búnað fyrir hótel og gistiheimili auk þess að þjóna bakaríum landsins með búnaði frá mörgum stærstu framleiðendum heims.
Í júnímánuði 2024 fluttu fyrirtækin saman á Dragháls 22 í Reykjavík og bjóða nú viðskiptavinum að kíkja við í rúmlega 900 fermetra sýningarsal þar sem hægt er að velja og kaupa allt sem mögulega þarft til að reka veitingahús, verslun, bakarí, hótel o.s.frv. Að auki leggjum við áherslu á að þjónusta einstaklinga með fjölbreytt úrval tækja til matargerðar sem hæfa jafnt fagfólki sem metnaðarfullum matgæðingum.
BVT óskar eftir tæknimanni
BVT óskar eftir að ráða tæknimann í þjónustuteymi fyrirtækisins. Meginverkefni eru uppsetningar, viðhald á iðnaðartækjum stóreldhús, bakarí og fl, eftirlit og þjónustusamningar, bakvaktir auk annarra tilfallandi verkefna.
Gott tækifæri til að vinna í samhentum hópi, að fjölbreyttum og spennandi verkefnum fyrir góða viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðgerðir á stóreldhústækjum, tæki bakarí, þjónutusamningar, bakvaktir, uppsetningar og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Rafvirki, rafeindavirki, vélstjóri eða önnur sambærileg menntun
Fríðindi í starfi
Mötuneyti, starfsmannafélag, vinnuföt
Auglýsing birt29. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar