LOGN Bókhald
LOGN Bókhald
LOGN Bókhald

Bókari og uppgjörsaðili

LOGN leitar að öflugum einstakling með góða reynslu og þekkingu af bókhaldi, uppgjörsvinnu, afstemmingum og launavinnslu til starfa. Unnið er á DK bókhaldskerfið fyrir flesta viðskiptavini. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, verið lausnamiðaður og geta unnið við fjölbreytt verkefni og sinnt stórum hópi viðskiptavina, sem og að eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.

Menntun sem nýtist í starfi og reynsla í sambærilegu starfi er skilyrði. Viðurkenndur bókari er kostur. Unnið er í tímaskráningu og er mikill kostur ef viðkomandi hefur reynslu af því.

LOGN er ung bókhaldsstofa sem var stofnuð mitt árið 2022 og stækkar hratt. Í dag erum við fjögur og skiptir gott starfsumhverfi okkur miklu máli. Við leggjum áherslu á að tala við viðskiptavini okkar á mannamáli og fræða þá um undirstöðuatriði rekstursins til að létta á álagi og stressi sem fylgir því að vera í rekstri. Þekking er máttur!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds
  • Launvinnsla
  • Afstemmingar
  • Uppgjörsvinna fyrir ársuppgjör
  • Virðisaukaskattskil
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðurkenndur bókari kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla í sambærilegu starfi
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Samskiptafærni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla í DK skilyrði
  • Reynsla í framtalsgerð fyrirtækja og einstaklinga er kostur
  • Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð
  • Útreikningur launa
  • Reynsla í afstemmingum og uppgjöri
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Bæjarlind 14-16 14R, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Uppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar