Höldur
Höldur
Höldur

Bifvélavirkjar - Akureyri

Höldur óskar eftir að ráða bifvélavirkja á bílaverkstæði fyrirtækisins að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Verkstæðið er viðgerða- og þjónustuaðili fyrir bílaumboðin Heklu, Öskju og BL, auk þess að annast viðgerðir á öðrum tegundum bíla. Auk almennra viðgerða sinnir verkstæðið tjónaviðgerðum. Verkstæðið er útbúið nýjasta tækjakosti og er aðbúnaður allur til fyrirmyndar.

Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins ásamt því að reka almenna bílaþjónustu á Akureyri þ.e. hjólbarðaverkstæði, bílaverkstæði og bílasölu. 

Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn viðhalds- og viðgerðarvinna á bílum
  • Bilanagreiningar
  • Þjónustuskoðanir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í bifvélavirkjun eða reynsla af viðgerðum
  • Bílpróf
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð íslensku og/eða enskukunnátta 
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þórsstígur 4, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar