
Baugur
Leikskólinn Baugur er átta deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára og geta 143 börn dvalið í skólanum.
Leikskólinn er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi þar sem stutt er í útivistarsvæðið í Leirdalnum, Heiðmörkina og aðrar náttúruperlur. Leikskólinn er einnig með afnot af útisvæði sem heitir Magnúsarlundur. Magnúsarlundur er svæði sem nýtist vel til útináms. Svæðið er mjög fjölbreytt með gömlum greni-og furulundum, lautum og móum. Magnúsarlundur er samnýttur af Hörðuvallaskóla og leikskólunum Baugi, Kór og Aðalþingi.
Baugur telst vera nokkuð stór leikskóli sem í okkar huga er einn af okkar mörgu kostum. Mannauðurinn er mikill, með ólíkum einstaklingum með mismunandi styrkleika. Lögð er áhersla á að þeir sem eftir því sækjast fái ábyrgð og verkefni við hæfi en í Baugi eru allir mikilvægir sama hvaða hlutverki þeir gegna. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju en við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks þar sem skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru í forgrunni.

Aðstoðarmatráður tímabundið
Leitum að hæfum og hressum aðstoðarmatráð í tímabundna afleysingu.
Í Baugi starfa milli 50 og 60 manns sem sameinast á hverjum degi um það að hafa gaman. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju. Við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks en skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru þar í forgrunni. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild!
Vekjum athygli á nýjum nálgunum er varða bætt starfsumhverfi barna og kennarar í leikskólum Kópavogs. Sjá nánar hér
Helstu verkefni og ábyrgð
- Frágangur og þrif í eldhúsi
- Uppvask
- Sjá um þvott
- Aðstoð við matseld og undirbúa máltíðir
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við matráð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni, frumkvæði , góð samskiptahæfni
- Sjálfstæði og skipuleg vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuviku
- Jólafrí
- Vetrarfrí
- Páskafrí
Auglýsing birt15. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Baugakór 36, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Viltu taka þátt í að byggja upp nýjan leikskóla?
Leikskólinn Sumarhús

Kokkanemi/Kokkur
Sumac Grill + Drinks

Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti 55% afleysingarstaða
Skólamötuneyti á Egilsstöðum

Íþróttakennari í Gerðaskóla
Suðurnesjabær

Starfsmaður í mötuneyti ÁTVR
Vínbúðin

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Leiðbeinandi óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Hraunkot - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Professional Chef
Skalli Bistro

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Baug
Baugur

Aðstoð í mötuneyti Elkem Grundartanga
Múlakaffi ehf