
Melabúðin
Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð með hátt þjónustustig.
Við erum með úrvals kjöt- og fiskborð, mikið úrval grænmetis og erlendra osta. Við bjóðum afar fjölbreytt vöruúrval, bæði sælkeravöru sem og matvöru til daglegrar neyslu.
Við leggjum mikið upp úr íslenskri vöru og nýjungum tengdum henni en jafnframt flytjum við sjálf inn sælkeravörur erlendis frá.
Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.
Melabúðin býður upp á lifandi starfsumhverfi en mikið er lagt upp úr áreiðanleika, ríkri þjónustulund og skemmtilegu viðmóti starfsfólks. Við erum rösk og göngum beint og glaðlega til verks og leitum þess sama hjá nýjum samstarfsmönnum okkar.
Melabúðin hefur fengið viðurkenningu hjá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki 10 ár í röð og jafnframt verið valið fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).

Aðstoðarinnkaupa- & lagerstjóri
Melabúðin auglýsir eftir aðstoðarinnkaupa- & lagerstjóra í fullt starf. Starfsmaður ber meðal annars ábyrgð á lager & birgðum, umsjón með innkaupum og rýrnunarferlum verslunarinnar í samvinnu við verslunarstjóra.
Leitað er að framsæknum, lausnamiðuðum og talnaglöggum einstaklingi með mikla skipulagshæfileika í sælkeraverslun sem leggur metnað sinn í góða þjónustu og er með eitt breiðasta vöruúrval landsins í matvöru.
Vinnutími er frá kl.07-15:30 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við birgja og sölumenn
- Gerð innkaupapantana og eftirfylgni
- Bókun innkaupareikninga og tryggja rétt verð frá birgjum
- Daglegt skipulag og ábyrgð á verkferlum og gæðakröfum
- Birgðaeftirlit
- Umsjón og ábyrgð á lager
- Umsjón með rýrnun vara og rýrnunarferlum
- Vörumóttaka, almenn áfyllingarstörf og tilfallandi frágangur
- Úthlutun áfyllingarverkefna til áfyllingarstarfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góðir samskiptahæfileikar
- Reynsla af dk hugbúnaði mikill kostur
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- 20 ára aldurstakmark
Auglýsing birt8. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hagamelur 39, 107 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Innleiðing ferlaSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt og skemmtilegt starf á Tannlæknastofu
Tannlæknastofa Grafarvogs

Sölufulltrúi Icewear - Ísafjörður
ICEWEAR

A4 Hafnarfjörður - Skemmtilegt hlutastarf
A4

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Akureyri - Starfsfólk í verslun
JYSK

Lager
Vatnsvirkinn ehf

Okkur vantar starfsfólk í Snjallverslun í Vallakór
Krónan

Fjölbreytt starf í verslun á Akureyri
AB varahlutir - Akureyri

Sölu- og þjónustufulltrúi í verslun Símans í Smáralind
Síminn

Superstar @ Keflavik Airport
Rammagerðin

A4 Akureyri - Sölufulltrúi
A4

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
IKEA