Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns

Borgarsögusafn óskar eftir að ráða verkefnastjóra markaðs- og kynningarmála. Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.

Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er 8:00 – 15:12 ásamt viðveru á öðrum tímum í takt við verkefni og viðburði safnanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með markaðs- og kynningarmálum Borgarsögusafns
  • Umsjón með stafrænum miðlum
  • Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla
  • Áætlanagerð og framkvæmd markaðs- og birtingaráætlunar
  • Gerð og miðlun kynningarefnis á öllum miðlum
  • Samskipti við hönnuði og þróun vörumerkis
  • Þátttaka í samstarfi við ýmsa aðila sem geta styrkt starf safnsins
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu safnsins
  • Innra markaðsstarf og stuðningur við önnur teymi í markaðs- og kynningarmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum, þ.m.t. stafrænni markaðssetningu
  • Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
  • Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á innsetningu efnis á vefsíður og samfélagsmiðla
  • Þekking á opinberum rekstri er kostur
  • Góð greiningarfærni og hæfni til að lesa úr gögnum
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og sveigjanleiki
  • Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
  • Styttri vinnuvika
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published15. December 2025
Application deadline15. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Aðalstræti 10, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Analytical skillsPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Patience
Professions
Job Tags