
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins.
Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur hagfræðinga og lögfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum.

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf sem sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum. Starfið felur í sér ábyrgð, yfirsýn og umsjón með kynningar-, leiðbeiningar- og vefmálum Samkeppniseftirlitsins ásamt því að taka þátt í innleiðingu stafrænna lausna og ýmissa þróunarverkefna. Þá felur starfið einnig í sér náið samstarf við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun stefnu varðandi miðlunar-, fræðslu- og kynningarefni Samkeppniseftirlitsins
- Efnishönnun, textagerð og myndvinnsla
- Umsjón með vef- og samfélagsmiðlum Samkeppniseftirlitsins
- Skipulag og framkvæmd viðburða
- Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna, þróunar- og umbótaverkefna
- Þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna
- Aðstoð við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins í fjölbreyttum verkefnum
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Reynsla og þekking á kynningarmálum og miðlun
- Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum
- Reynsla af almannatengslum kostur
- Nákvæmni, skipulagshæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
- Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
Advertisement published4. December 2025
Application deadline30. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Sahara

Sviðsstjóri stjórnsýslu
Múlaþing

Markaðsfulltrúi
Dýrheimar

Stafrænn sölufulltrúi / vefstjóri (Digital Supply Specialist)
Würth á Íslandi ehf

Verkefnastjóri á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu
Íslandsstofa

Afgreiðslustarf í boði hjá Aurum – fullt starf
Aurum

VERKEFNASTJÓRI MARKAÐS- OG KYNNINGARMÁLA
Eimur

Embætti ríkislögreglustjóra laust til umsóknar
Dómsmálaráðuneytið

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands