
Ásahreppur
Ásahreppur er vestast í Rangárvallasýslu. Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum.
Náttúran er mjög fjölbreytt, mýrlent á köflum en ásar og holt á milli þar sem bændabýlin standa 3 - 5 í þyrpingum eða hverfum, sem einkenna byggðamynstur sveitarfélagsins. Stærsta varpland grágæsar á Íslandi er við Frakkavatn.
Íbúar Ásahrepps eru um 300.

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur leita að aðila í nýtt starf skrifstofustjóra.
Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stjórna daglegum rekstri skrifstofunnar og tryggja að þjónusta sveitarfélagsins sé árangursrík og samkvæmt stefnumörkun sveitarfélagsins.
Starfshlutfall er allt að 100% og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Skrifstofa Ásahrepps er að Laugalandi í Holtum og möguleiki er á fjarvinnu að hluta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórn og rekstur skrifstofu sveitarfélagsins
- Fjármál og reikningshald, s.s. fjárhagsáætlanagerð, kostnaðargreining, útgáfa reikninga, innheimta og álagning fasteigagjalda
- Samstarf við sveitarstjórn, deildir og utanaðkomandi aðila s.s. byggðasamlög
- Umsjón með skjalavörslu og málaskrá
- Undirbúningur funda, ritun fundargerða sveitarstjórnar, afgreiðsla og svörun erinda
- Þróun og innleiðing ferla til að bæta þjónustu við íbúa
- Önnur verkefni í samráði við sveitarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. stjórnun eða viðskiptafræði, og/eða eða haldbær reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Þekking á fjámálum sveitarfélaga er kostur
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni til samstarfs og samskipta
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík skipulagshæfni
- Mjög góð almenn tölvukunnátta á helstu kerfi og tæknilæsi
- Reynsla af One System og DK kostur
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Einlægur áhugi á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins
Advertisement published15. December 2025
Application deadline15. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Laugalandsskóli 165105, 851 Hella
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

Sviðsstjóri stjórnsýslu
Múlaþing

Fjármálastjóri
Linde Gas

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið

Embætti ríkislögreglustjóra laust til umsóknar
Dómsmálaráðuneytið

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands

Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir