Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vaktavinna í neyðarskýli

Vesturmiðstöð leitar að starfsfólki í vaktavinnu í neyðarskýlið á Grandagarði. Um blandaðan vakttíma er að ræða, þ.e. dag-, kvöld-, helgar og næturvaktir.

Hlutverk og meginmarkmið neyðarskýlanna er að veita heimilislausum karlmönnum með miklar og flóknar þjónustuþarfir tímabundið skjól og viðeigandi aðstoð. Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum dvalargesta á heildrænan og einstaklingsmiðaðan hátt. Hugmyndafræði skaðaminnkunar skal vera höfð að leiðarljósi í þjónustu við gesti neyðarskýla Reykjavíkurborgar. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta neyðarskýlisins
  • Veita gestum félagslegan stuðning
  • Umönnun og eftirlit
  • Framleiðsla matar og þrif
  • Beita hugmyndafræði skaðaminnkunar í allri vinnu og þjónustu við notendur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Reynsla og/eða áhugi á vinnu með karlmönnum með fjölþættan vanda
  • Þekking og/eða áhugi á skaðaminnkandi nálgun og batahugmyndafræði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta A1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Advertisement published8. May 2025
Application deadline16. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Grandagarður 1A, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Flexibility
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags