Vistor
Vistor

Sérfræðingur í lyfjaskráningum

Vistor leitar að metnaðarfullum og tæknivæddum liðsfélaga í samhent og öflugt fagteymi innan deildar skráninga og klínískra rannsókna. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í umsýslu markaðsleyfa lyfja og þarf að búa yfir skarpri innsýn í tækifæri til að sjálfvirknivæða og tæknivæða ferla innan deildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á skráningarvinnu fyrir markaðsleyfishafa sem Vistor er umboðsaðili fyrir
  • Þátttaka í þróun og umbótum skráningarferla með áherslu á sjálfvirknivæðingu og tækninýtingu
  • Samskipti við lyfjafyrirtæki, heilbrigðisyfirvöld og dreifingaraðila
  • Aðkoma að innleiðingu nýrra kerfa og lausna í skráningarvinnu eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í lyfjafræði, líf- eða heilbrigðisvísindum
  • Glöggt auga fyrir möguleikum til að einfalda og tæknivæða verklag
  • Fagmennska, nákvæmni og hæfni til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Þekking eða reynsla af rafrænum skráningarkerfum (t.d. eCTD, RIMS) er kostur
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku; kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta og áhugi á nýrri tækni
  • Reynsla af skráningu lyfja eða lækningavara er æskileg
Advertisement published9. May 2025
Application deadline18. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags