
Six Rivers Iceland ehf
Six Rivers Project ehf. eru náttúruverndarsamtök sem voru stofnuð til að leita leiða við að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem hefur orðið á Atlantshafslaxinum. Allar tekjur af rekstri Six Rivers Project í laxveiðiánum sex á norðaustur hluta landsins (Selá, Hofsá, Sunnudalsá, Vesturdalsá, Miðfjarðará og Hafralónsá) renna til rannsókna til að stemma stigu við fækkun Atlantshafslaxins.

Umsjónamaður eigna
Six Rivers Iceland og Sólarsalir ehf. reka í dag veiðihús ásamt fjölmörgum öðrum fasteignum og húsbyggingum sem krefjast reglulegrar umsjónar og viðhalds. Við leitum nú að ábyrgum og lausnamiðuðum einstaklingi í fullt starf sem umsjónarmaður fasteigna á Vopnafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast reglulegt eftirlit með eignum fyrirtækisins.
- Fara yfir gátlista og gera kostnaðaráætlanir vegna viðhalds og framkvæmda.
- Tryggja að allt viðhald sé í lagi og sinna minniháttar viðhaldsverkefnum, s.s. málningarvinnu og smærri lagfæringum.
- Hafa góða yfirsýn yfir rekstur eigna, þar á meðal lagnir, rafmagn og almennt húsnæðisrekstur.
- Kalla til viðeigandi verktaka/viðgerðaraðila þegar þörf krefur.
- Skipuleggja árlega viðhaldsáætlun og fylgja henni eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af fasteignaumsjón, húsvörslu eða sambærilegum störfum er kostur.
- Iðnmenntun (t.d. pípulagnir, rafvirkjun, húsasmíði) er mikill kostur.
- Góð þekking á almennum rekstri fasteigna og viðhaldi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og ábyrgðartilfinning.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Ökuréttindi.
- Góð enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og áhugavert starf í skemmtilegu umhverfi.
- Stöðugleika í starfi og tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á skipulag og umbætur fasteigna.
- Gott samstarf við starfsfólk og samstarfsaðila.
- Húsnæði.
Advertisement published23. September 2025
Application deadline7. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík - 50% starfshlutfall
DHL Express Iceland ehf

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Selfoss: Starfsfólk í sorphirðu / waste collector
Íslenska gámafélagið ehf.

Rafvirki
Stéttafélagið ehf.

Húsasmiður með reynslu óskast
Stéttafélagið ehf.

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Umsjón fasteigna
Efling stéttarfélag

Laghentur maður óskast í uppsetningu.
Ál og Gler ehf

Aðstoðarmaður Umsjónarmanns
Sameignarfélag Ölfusborga

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Landsvirkjun

Húsumsjón – húsvarsla í Reykjanesbæ
Mænir fasteignir

Corporate Services Assistant
British Embassy Reykjavik