
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Við leitum að framsýnum verkefnisstjóra til að taka þátt í og leiða öfluga heilsu- og öryggismenningu í rekstri okkar á Þjórsársvæði.
Verkefnisstjóri öryggis og heilsu vinnur þétt með starfsfólki svæðisins, öryggisstjórum og öðrum ábyrgðaraðilum í fyrirtækinu. Viðkomandi hefur yfirsýn yfir stöðu öryggismála á Þjórsársvæði, miðlar upplýsingum til hlutaðeigandi og hefur eftirlit með að innri og ytri kröfum varðandi málaflokkinn sé framfylgt.
Starfið tilheyrir sviði vatnsafls og starfsstöð er í Búrfelli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirfylgni með öryggismálum og úrvinnslu atvika og ábendinga.
- Umsjón með útgáfu verkleyfa og gerð áhættumats starfsfólks og verktaka.
- Umsjón með neyðar- og viðbragðsáætlunum Þjórsársvæðis.
- Samskipti og samstarfi við ytri hagsmuna- og eftirlitsaðila er varðar málaflokkinn.
- Leiðir og skipuleggur þjálfun starfsfólks og verktaka varðandi öryggismál.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskóla- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af sambærilegum störfum.
- Reynsla af verkefnisstjórnun og teymisvinnu.
- Hæfni til að tjá sig og miðla þekkingu.
- Afburða samskiptafærni og jákvætt viðmót.
Við óskum eftir að umsókninni fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir reynslu, hæfni og hvað kveikir áhuga á starfinu.
Advertisement published22. September 2025
Application deadline2. October 2025
Language skills

Required
Location
Búrfellsvirkjun 166701, 801 Selfoss
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependenceTeam workProject management
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík - 50% starfshlutfall
DHL Express Iceland ehf

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Umsjónamaður eigna
Six Rivers Iceland ehf

Selfoss: Starfsfólk í sorphirðu / waste collector
Íslenska gámafélagið ehf.

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Umsjón fasteigna
Efling stéttarfélag

Laghentur maður óskast í uppsetningu.
Ál og Gler ehf

Öryggisfulltrúi IKEA
IKEA

Staðarstjóri
Eignabyggð ehf.

Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf

ÖRYGGISFULLTRÚI / RAFVIRKI
atNorth

Starfsmaður á netaverkstæði - Sauðárkrókur
Ísfell