
Fjarskiptastofa
Fjarskiptastofa er sjálfstæð eftirlitsstofnun á sviði fjarskipta og netöryggis. Hún gegnir hlutverki landstengiliðs í netöryggismálum og leiðir samhæfingarvettvang eftirlitsstjórnvalda hvað varðar eftirlit með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða hér á landi. Stofnunin er samhæfingaraðili þegar öryggisatvik eiga sér stað og ber að horfa til almannahagsmuna þegar kemur að fjarskiptaöryggi. Stofnunin vinnur að framgangi þessara verkefna með framkvæmd áhættumata á fjarskiptamarkaði, úttekta á stjórnskipulagi upplýsingaöryggis á grundvelli fjarskiptalaga og laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og útgáfu leiðbeinandi tilmæla.
Hjá Fjarskiptastofu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga á sviði fjarskipta og netöryggis. Fjarskiptastofa leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til að sinna áhugaverðum verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Sviðsstjóri innviðasviðs
Hefur þú áhuga á að móta fjarskiptainnviði framtíðarinnar?
Fjarskiptastofa leitar að öflugum og framsýnum leiðtoga til að stýra innviðasviði - lykileiningu sem mótar tæknilega innviði samfélagsins. Hlutverk innviðasviðs er að stuðla að þróun fjarskiptainnviða og annarra innviða á ábyrgð stofnunarinnar sjá um stjórnsýslu tíðnisviðsins, númeramál, hafa yfirsýn yfir fjarskiptainnviði og samræma aðgerðir við atvikum í fjarskiptakerfum.
Starfsemin byggir á fjarskiptalögum, lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða NIS-lögum og lögum um Fjarskiptastofu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðla að uppbyggingu, virkni, nýsköpun og vöruframboði fjarskipta- og netkerfa.
- Umsjón tíðni- og númeramála.
- Stuðla að áfallaþoli fjarskipta.
- Innleiðing á reglum og stöðlum er lúta að öryggi og tæknilegri virkni á starfssviði FST.
- Skipulag samhæfingar fjarskiptafyrirtækja þegar áföll steðja að.
- Samskipti við markaðsaðila.
- Þátttaka í alþjóðlegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf, gjarnan í verkfræði eða af raungreinasviði. Framhaldsnám er kostur.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Hæfni til að leiða samstarf og breytingar þvert á ólík fagsvið, tækni, lögfræði og hagfræði.
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Góð tungumálakunnátta, bæði í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku.
Advertisement published12. September 2025
Application deadline24. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Sérfræðingur í skipulagsmálum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Framkvæmdastjóri veitukerfa
HS Veitur

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í kostnaðarútreikningum og greiningum
Coripharma ehf.

Leitum að öflugum sérfræðingi í rekstri veitukerfa
Veitur