
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Sérfræðingur í skipulagsmálum
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð byggðar og umhverfis? Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast skipulagsmálum, þróunaráætlunum og umhverfismálum.
Um starfið
Sem sérfræðingur í skipulagsmálum munt þú starfa við:
- Skipulagsgerð: Mótun skipulagsáætlana – svæðisskipulag, aðalskipulag, deiliskipulag og rammaskipulag.
- Staðarval: Staðarval fyrir atvinnustarfsemi og/eða íbúðaruppbyggingu.
- Faglegt samtarf: Samskipti við aðra sérfræðinga, hagaðila og viðskiptavini.
- Aðra skýrslugerð og greiningarvinnu: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla sem tengjast skipulagsmálum, þróunarverkefnum og hugmyndavinnu.
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill starfa í þverfaglegu og spennandi umhverfi.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði skipulagsfræða, verkfræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla: A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur, en ekki skilyrði.
- Hugbúnaðarþekking: Góð þekking á ArcGis eða sambærilegum forritum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskiptahæfni: Jákvæðni og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum verkefnum á sviði umhverfismála.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Advertisement published16. September 2025
Application deadline7. October 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityIndependence
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur sem stýrir verkefnum
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Landsvirkjun

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Framkvæmdastjóri veitukerfa
HS Veitur

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál

Sérfræðingur í veiðistjórnun hreindýra
Náttúruverndarstofnun

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur