Breiðagerðisskóli
Breiðagerðisskóli

Sundlaugarvörður - Breiðagerðisskóli

Sundlaugarvörður óskast til starfa í 100% starf.

Í Breiðagerðisskóla eru um 350 nemendur í 1. til 7. bekk. Starfsmenn skólans eru um það bil 60 og eru þeir samhentur hópur sem hefur á undanförnum árum þróað skólann til þeirra starfshátta sem einkenna hann í dag. Starfshættir einkennast af samvinnu og samábyrgð allra þeirra sem við skólann starfa og megin leiðarljósið eru einkunnarorðin, menntun, samvinna, vellíðan.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sundlaugarvarsla
  • Eftirlit með sundlaugarrýminu.
  • Eftirlit með baðklefa drengja.
  • Þrif á sundlaugarrýminu.
  • Aðstoð í íþróttakennslunni
  • Að stuðla að velferð nemenda í samvinnu við annað starfsfólk skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í samskiptum og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði og snyrtimennska.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Viðkomandi þarf að sækja námskeið í skyndihjálp og standast hæfnispróf laugarvarða eins og lög kveða á um.
Advertisement published14. August 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Swimming
Professions
Job Tags