Klettaskóli
Klettaskóli

Stuðningsfulltrúi í þátttökubekk

Klettaskóli leitar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 100% starf í þátttökubekk Klettaskóla sem staðsettur er í Árbæjarskóla.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og aðrar fatlanir á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".

Helstu verkefni og ábyrgð

Stuðningur við nemendur í skólastarfi

Aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.

Auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skólans.

Hæfniskröfur

Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Góð íslenskukunnátta.
Hæfni til að vinna í teymi
Stundvísi

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameyki.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vilborg Helgadóttir, netfang: [email protected]

Starfshlutfall

100 %

Ráðningarform

Tímabundin ráðning

Advertisement published11. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags