
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu.
Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar.
Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Spennandi starf í sölu á dælu- og vélbúnaði
HD ehf. óskar eftir öflugum einstakling til að verða hluti af ört vaxandi liðsheild. Við erum að leita að einstaklingi sem getur kynnt og selt vél- og tæknibúnað til stækkandi hóps viðskiptavina í helstu iðngeirum landsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og tækniráðgjöf til viðskipavina
- Kynning og sala á vél- og tæknibúnaði
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Samvinna við annað starfsfólk og samstarfsaðila
- Getur falið í sér ferðalög innan- og utanlands
- Innkaup og samskipti við birgja erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla á véla-/rafmagnssviði
- Brennandi áhugi á sölumálum
- Heiðarleiki, fagmennska og þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Jákvæðni og stundvísi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi
- Metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Reynsla af sölustörfum er æskilegt
- Þekking á dælu-, veitu- eða fiskeldisþjónustu er æskileg
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun og kjör
- Góð starfsmanna aðstaða
- Aðgangur að líkamsræktarsal og sauna
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Advertisement published11. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
ProfessionalismHonestyPositivityMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookPunctualTeam workBusiness relationsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sölumaður í gjafavörudeild
Epal hf.

Rafmagnaður söluráðgjafi
Vélar og verkfæri ehf.

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölufulltrúi - Helgarstarf í vetur
Eirvík ehf.

Reykjavík: Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið

Efnisveitan - sölumaður - eftirfylgni
EFNISVEITAN ehf.

Vestmannaeyjar: Deildarstjóri í timbursölu
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi í verslun - Hlutastarf/fullt starf
Mi búðin

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Rafvirkjar og verkefnastjórar óskast - Fjölbreytt og spennandi verkefni hjá Árvirkjanum.
Árvirkinn ehf.

Eftirlitsmaður á þjónustudeild á Akureyri
Vegagerðin

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands