
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Vestmannaeyjar: Deildarstjóri í timbursölu
Vilt þú vera með okkur í liði?
Við leitum að söludrifnum einstaklingi til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Húsasmiðjunnar í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og gott skipulag.
Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Megin hlutverk deildarstjóra er dagleg stýring deildarinnar og sala og þjónusta við viðskiptavini í góðri samvinnu við annað starfsfólk. Deildarstjóri aflar einnig og viðheldur tengslum og viðskiptum við verktaka og aðra fagaðila, sér um tilboðsgerð og er í samskiptum við birgja.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun s.s. tækni- eða iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er mikill kostur
- Þekking á byggingamarkaðnum er kostur
- Brennandi áhugi og reynsla af sölu og þjónustu
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku
- Almenn tölvukunnátta
- Lyftarapróf æskilegt
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
- Aðgangur að orlofshúsum
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
- Afsláttarkjör í verslunum okkar
Advertisement published11. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills

Required
Location
Græðisbraut 1, 900 Vestmannaeyjar
Type of work
Skills
PositivityAmbitionConscientiousIndependenceSalesCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Grundarfjörður - verslunarstjóri
Vínbúðin

Sölumaður/kona
Everest

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Vöruafhending
Íspan Glerborg ehf.

Sölumaður í gjafavörudeild
Epal hf.

Starfsmaður í Gæludýr.is FITJUM Reykjanesbæ - Fullt starf og hlutastarf í nýrri verslun
Waterfront ehf

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Starfsmaður í verslun Verkfærasölunnar óskast
Verkfærasalan ehf

Rafmagnaður söluráðgjafi
Vélar og verkfæri ehf.

Desk agent - Full time
Rent.is

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik