
Sérfræðingur í rannsóknum og gerð Rb blaða
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á öfluga miðlun upplýsinga, árangursríkt samstarf við hagaðila og nýsköpun á byggingarmarkaði?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugu starfsfólki í teymi starfsumhverfis mannvirkjagerðar til að stuðla að betri innleiðingu byggingarregluverks og veita hagaðilum mannvirkjageirans stuðning til að þeir nái árangri við að uppfylla grunnkröfur um mannvirki. Þetta er gert með því að stuðla markvisst að aukinni þekkingu og rannsóknum ásamt því að vinna að fræðslu og að viðhalda virku samtali við hagaðila. Teymið vinnur einnig að samræmingu byggingareftirlits og minni kolefnislosun á íslenskum byggingamarkaði.
Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan við þróun á starfsumhverfi mannvirkjagerðar í takt við hlutverk og framtíðarsýn stofnunarinnar.
HMS óskar eftir að ráða sérfræðing í rannsóknum og aðkoma að gerð Rb blaða.
- Þátttaka í þróun og eflingu á útgáfu Rb blaða
- Þátttaka í að byggja upp þekkingu á prófunum byggingarvara á Íslandi
- Þátttaka í starfi Tækniseturs varðandi mannvirkjagerð, m.a. við prófanir
- Styðja við aukna endurnotkun byggingarvara og aðra hringrás í mannvirkjagerð
- Gerð og miðlun fræðsluefnis um mannvirkjagerð
- Svara tæknilegum fyrirspurnum
- Háskólamenntun á byggingasviði, s.s. byggingafræði, tæknifræði, verkfræði og arkitektúr er skilyrði
- Reynsla af byggingaframkvæmdum og hönnun er kostur
- Reynsla af rannsóknum og / eða prófunum er kostur
- Þekking á faggildingum er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Gott vald á íslensku og ensku


















