Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Mannauðssérfræðingur

Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf mannauðssérfræðings. Leitað er að úrræðagóðum og þjónustulunduðum einstaklingi á líflegan vinnustað með dreifða starfsemi. Viðkomandi yrði hluti af mannauðssviði ásamt sviðsstjóra og mannauðs- og launasérfræðingi. Stofnunin er ný og í starfinu gefst tækifæri til að hafa mikil áhrif á uppbyggingu mannauðsmála og vinnustaðamenningar.

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar eru á Hvolsvelli sem yrði meginstarfsstöð mannauðssérfræðings með möguleika á fjarvinnu eða viðveru á annarri starfsstöð stofnunarinnar á móti viðveru á Hvolsvelli. Starfsstöðvar Náttúruverndarstofnunar eru alls 15 og staðsettar víða um land. Starfsstöðin á Hvolsvelli er við Austurveg 4 en í húsinu er fjölbreytt og lífleg starfsemi.

    Helstu verkefni og ábyrgð
    • Umsjón með ráðningum sumarstarfsfólks og stuðningur við stjórnendur landvörslusvæða við ráðningar og val á starfsfólki

    • Kynning og efling á störfum í nágrenni náttúruverndarsvæða

    • Gerð ráðningarsamninga og samskipti við nýtt starfsfólk

    • Umsjón með fatnaði fyrir starfsfólk, innkaup og samskipti við birgja í samvinnu við annað starfsfólk

    • Skipulag og yfirsýn með móttöku og þjálfun sumarstarfsfólks í samvinnu við annað starfsfólk

    • Móttaka nýs starfsfólks, upplýsingagjöf og gagnaöflun við upphaf starfs og frágangur við starfslok

    • Umsjón með innri fræðslustarfsemi og starfsþróunaráætlunum

    • Þróun og innleiðing mannauðsstefnu og -ferla í mannauðs- og launamálum í samvinnu við annað starfsfólk á mannauðssviði

    • Þátttaka í öðrum mannauðsmálum svo sem ráðningum, mótun vinnustaðamenningar og úrvinnslu og eftirfylgni vinnustaðagreininga í samvinnu við sviðsstjóra

    • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk og stjórnendur á sviði mannauðs- og launamála

    Menntunar- og hæfniskröfur
    • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

    • Reynsla af störfum við mannauðsmál er mikill kostur

    • Þekking á Orra, mannauðs- og launakerfi ríkisins, og Vinnustund er kostur

    • Góð samskiptafærni, sveigjanleiki og þjónustulund

    • Skipulagsfærni og geta til að hafa yfirsýn með mörgum verkefnum samhliða

    • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

    • Góð almenn tölvukunnátta

    • Gott vald á íslensku og ensku

    • Áhugi á náttúruvernd og umhverfismálum er kostur

    Advertisement published21. May 2025
    Application deadline30. May 2025
    Language skills
    IcelandicIcelandic
    Required
    Expert
    Location
    Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
    Type of work
    Work environment
    Professions
    Job Tags