
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Mannauðssérfræðingur
Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu mannauðssérfræðings. Staðan er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Staðan heyrir undir fjármála- og mannauðssvið, næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins en verkefni eru unnin í náinni samvinnu við mannauðsstjóra og mannauðsteymi stofnunarinnar. Föst starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu en starfið krefst þess að viðkomandi geti sinnt verkefnum á fleiri starfsstöðvum stofnunarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur vegna ráðninga og annarra mannauðsmála.
- Stuðningur við stjórnendur vegna tímaskráninga, vakta og vinnuskipulags.
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til starfsfólks vegna mannauðsmála.
- Skráning og söfnun upplýsinga í ýmsum kerfum ásamt greiningu gagna.
- Úrvinnsla, kynningar og eftirfylgni á starfsánægjukönnunum, jafnréttisáætlun o.fl.
- Þróun, viðhald og umbætur á ferlum og verklagi á sviði mannauðsmála þ.m.t. starfsmanna- og stjórnendahandbókum
- Þáttaka í teymisvinnu sem vinnur að stöðugum umbótum á starfsumhverfi starfsstöðva.
- Skipulag viðburða og árstíðarbundin innkaup og skipulag tengd mannauðsmálum.
- Önnur tilfallandi verkefni tengd mannauðsmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun á sviði mannauðsstjórnunar.
- Þekking á Vinnustund eða öðru sambærilegu tímaskráningarkerfi æskileg.
- Þekking á Orra launa- og mannauðskerfi kostur.
- Mjög góð almenn tölvukunnátta.
- Jákvæðni og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og hæfni til að koma auga á tækifæri til umbóta.
- Mjög góð íslensku kunnátta í mæltu og rituðu máli.
Advertisement published21. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Team work
Work environment
Professions
Job Tags