
Liðsmaður í söluteymi
Íslenska útflutningsmiðstöðin ehf. leitar að öflugum og sjálfstæðum einstaklingi til starfa í söluteymi félagsins. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofustarf þar sem viðkomandi mun vinna náið með viðskiptavinum, öðrum deildum fyrirtækisins og erlendum samstarfsaðilum. Starfið býður upp á spennandi tækifæri til að starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.
Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini
Skjalavinnsla, reikningagerð og meðferð útflutningsgagna
Sala, móttaka og eftirfylgni pantana
Skipulag og eftirfylgni flutninga
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða sambærilegt
Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega í Excel; þekking og reynsla í bókhaldi kostur
Góð kunnátta í ensku, bæði í ræðu og riti
Skipulagshæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð
Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sjálfstæði í starfi
English
Icelandic










