Sveitarfélagið Stykkishólmur
Sveitarfélagið Stykkishólmur

Launafulltrúi

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf launafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Næsti yfirmaður launafulltrúa er skrifstofu- og fjármálastjóri. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars 2026 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Launavinnsla og launaútreikningur,

Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál.

Gerð launaáætlana og aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar.

Umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi.

Kjaramál og mannauðsverkefni í samráði við næsta yfirmann.

Færsla launabókhalds og afstemmingar

Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi.

Góð þekking og haldbær reynsla af launavinnslu og sambærilegum störfum.

Þekking á kjaraumhverfi starfsmanna sveitarfélaga er æskileg.

Góð tölvukunnátta og reynsla af Excel.

Þekking og reynsla af launa- og mannauðskerfum.

Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.

Þekking og reynsla á sviði bókhalds kostur.

Skipulagsfærni og nákvæm vinnubrögð.

Samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund.

Metnaður, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Advertisement published16. December 2025
Application deadline29. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Basic skills
Location
Hafnargata 3, 340 Stykkishólmur
Type of work
Professions
Job Tags