Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

Óskum eftir starfsmanni í 50% stöðu.

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Frístundasafnið leita að einstaklingi til starfa fyrir Sjálfsbjörg og að verkefnum Frístundasafnsins. Einstaklingurinn þarf að hafa gott frumkvæði, hafa áhuga á málefnum hreyfihamlaðra, góða almenna tölvuþekkingu og kunnáttu á samfélagsmiðlum.

Frístundasafnið er rekið í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra. Frístundasafninu er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og skapa þeim sem búa við skerta hreyfigetu tækifæri til þess að leggja stund á útivist og hreyfingu til jafns við aðra. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af nýjum og notuðum búnaði fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna vetraríþróttabúnað, hjólabúnað, Exoquad rafmagnshjól o.fl.

Helstu verkefni og ábyrgð

-          Umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum og auglýsingum Frístundasafnsins

-          Umsjón með tækjabúnaði, skrásetningu og útleigu búnaðar Frístundasafnsins

-          Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum Sjálfsbjargar lsh

-          Tilfallandi verkefni til aðstoðar framkvæmdastjóra og formanns Sjálfsbjargar lsh.

o   T.d. aðstoð við úttektir, umsýslu, happdrætti, fundi o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

-          Góð almenn menntun og tölvukunnátta

-          Góð þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu

-          Góð íslenskukunnátta

-          Góð hæfni í mannlegum samskiptum

-          Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi

-          Kostur en ekki skilyrði að hafa reynslu af félagsmálum

-          Bílpróf

-          Hreint sakavottorð

-          Umsækjandi verður að vera 20 ára eða eldri

Advertisement published12. December 2025
Application deadline10. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Hátún 12, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReliabilityPathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Driver's licencePathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.NeatnessPathCreated with Sketch.MeticulousnessPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags