Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Iðjuþjálfi í endurhæfingu

Endurhæfingarteymi Reykjavíkurborgar auglýsir eftir iðjuþjálfa í samþætta heimaþjónustu. Um 80-100% starfshlutfall er að ræða í dagvinnu.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Þjónustan hefur það að markmiði að auka sjálfsbjargargetu, styðja og styrkja fyrri færni þjónustuþega, auka bjargráð þeirra, virkja samfélagsþátttöku og auka lífsgæði svo hann geti búið sem lengt heima.

Mikill þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum heimahjúkrunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfa eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði endurhæfingar.
  • Metur þjónustuþörf og útvegar hjálpartæki í samvinnu við aðrar fagstéttir.
  • Skipuleggjur og veitir einstaklingsbundna iðjuþjálfun, ráðgjöf og meðferð.
  • Eftirfylgd með einstaklingum, sjálfsbjargargetu og endurhæfingu.
  • Skráir í Sögu og heimaþjónustugrunn.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi iðjuþjálfa
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum.
  • Áhugi og metnaður til að veita góða þjónustu.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Íslenskukunnátta C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Þekking á sjúkrasögukerfinu SÖGU er kostur.
  • Reynsla af störfum með öldruðum er kostur.
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur.
Fríðindi í starfi
  • Sund-og menningarkort
  • Samgöngusamningur.
  • Heilsustyrkur
  • Mötuneyti
  • 36 stunda vinnuvika.
Advertisement published22. May 2025
Application deadline5. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags