
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Iðjuþjálfi í endurhæfingu
Endurhæfingarteymi Reykjavíkurborgar auglýsir eftir iðjuþjálfa í samþætta heimaþjónustu. Um 80-100% starfshlutfall er að ræða í dagvinnu.
Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.
Þjónustan hefur það að markmiði að auka sjálfsbjargargetu, styðja og styrkja fyrri færni þjónustuþega, auka bjargráð þeirra, virkja samfélagsþátttöku og auka lífsgæði svo hann geti búið sem lengt heima.
Mikill þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum heimahjúkrunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfa eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði endurhæfingar.
- Metur þjónustuþörf og útvegar hjálpartæki í samvinnu við aðrar fagstéttir.
- Skipuleggjur og veitir einstaklingsbundna iðjuþjálfun, ráðgjöf og meðferð.
- Eftirfylgd með einstaklingum, sjálfsbjargargetu og endurhæfingu.
- Skráir í Sögu og heimaþjónustugrunn.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi iðjuþjálfa
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum.
- Áhugi og metnaður til að veita góða þjónustu.
- Góð samskiptahæfni.
- Íslenskukunnátta C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
- Þekking á sjúkrasögukerfinu SÖGU er kostur.
- Reynsla af störfum með öldruðum er kostur.
- Reynsla af teymisvinnu er kostur.
Fríðindi í starfi
- Sund-og menningarkort
- Samgöngusamningur.
- Heilsustyrkur
- Mötuneyti
- 36 stunda vinnuvika.
Advertisement published22. May 2025
Application deadline5. June 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (5)

Félagsráðgjafi óskast í deild barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarafleysing á íbúðarkjarnann á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Atvinnuráðgjafi Suðurnes
Vinnumálastofnun

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Hlíðarskóli: Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sérkennari
Akureyri

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Fjölskyldusvið

Sóltún - Iðjuþjálfi
Sóltún hjúkrunarheimili

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisstarfsmaður óskast í fjölbreytt starf
Okkar heimur

Sérkennslustjóri í Óskalandi Hveragerði
Leikskólinn Óskaland

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Geðheilsuteymi HH austur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins