

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir lausa stöðu heilbrigðisgagnafræðings. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 280 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.
-
Yfirumsjón með frágangi sjúkragagna (sjúkraskráa og læknabréfa) og bókunum í Sögukerfi
-
Umsjón með forflokkun og bókunum í læknatíma
-
Þátttaka i teymisvinnu
-
Túlkun og aðstoð fyrir erlenda lækna
-
Ýmis verkefni fyrir sérfræðinga, lækna og annað fagfólk
-
Þátttakandi í þróun upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá þjónustunnar
-
Vinna að verkefnum tengdum klínískri skráningu
-
Afleysing í móttöku
-
Starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi
-
Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
-
Geta til að starfa undir álagi
-
Faglegur metnaður, þjónustulipurð og mjög mikil samskiptahæfni
-
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
-
Jákvætt viðmót og geta til að vinna í teymi
-
Gott vald á íslensku og ensku skilyrði, dönskukunnátta kostur
-
Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum













