
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Innkaupafulltrúi
Heilsa leitar að öflugum aðila í starf innkaupafulltrúa. Innkaupafulltrúi ber ábyrgð á innkaupum, innflutningi og birgðastýringu fyrir Heilsu. Starfið felur í sér að greina þörf, panta vörur frá birgjum og fylgjast með afhendingum. Innkaupafulltrúi vinnur markvisst að því að tryggja hagkvæm innkaup og góðan veltuhraða birgða, með það að markmiði að hámarka framlegð og lágmarka afskriftir.
Helstu verkefni:
- Vörupantanir frá innlendum og erlendum birgjum
- Eftirlit með birgðastöðu og innkaupaþörf samkvæmt sölugreiningum og veltuhraða
- Eftirfylgni með pöntunum og afhendingartímum
- Greiningar á veltuhraða, kostnaðarverði og afskriftahlutfalli
- Samskipti við birgja og flutningsaðila
- Umsýsla með tollskýrslur og innflutningsgögn
- Skráning kostnaðarverðs og uppfærsla gagna í upplýsingakerfi
- Samstarf og innri upplýsingagjöf
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af innkaupum, innflutningi og birgðastýringu – þekking á gæðamálum í heilbrigðis- og/eða matvörugeiranum er kostur
- Góð tölvukunnátta og færni í að vinna með gögn – þekking á bókhaldskerfum (NAV/BC) og innkaupakerfum (AGR) er kostur
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku – munnlega og skriflega
- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Áhugi á rekstri, greiningum og hagkvæmni ásamt heilbrigði og vellíðan
VIÐ BJÓÐUM
- Faglegt og vaxandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nákvæmni og gæði
- Tækifæri til að hafa áhrif á rekstur og hagkvæmni í innkaupakeðjunni
- Starf á glænýrri skrifstofu Heilsu ehf. að Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
- Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf
- Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
- Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO
Nánari upplýsingar um starfið veitir Maria Del Pilar Acosta Gomez innkaupastjóri, [email protected].
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Advertisement published7. August 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Þjónustusvið - Farmskrárfulltrúi
Torcargo

Sérfræðingur í innkaupum
Landsnet hf.

Sérfræðingur í fjármálum
VÍS

Lögfræðingur
Umboðsmaður skuldara

Þjónustufulltrúi
Heilsa

Viðskiptastjóri magnvöru hjá Lýsi
Lýsi

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Þjónusturáðgjafar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
Arion banki

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Skrifstofuumsjón
Hæstiréttur Íslands