

Frístundaráðgjafi óskast í Molann
Molinn – miðstöð unga fólksins óskar eftir að ráða frístundaráðgjafa til faglegs starfs með ungmennum á aldrinum 16–25 ára.
Starfið felst í fjölbreyttu og skipulögðu frístundastarfi. Í Molanum er einnig boðið upp á ráðgjöf og stuðning í samvinnu við ráðgjafa ungmenna, með það að markmiði að tryggja viðeigandi þjónustu eftir þörfum hvers og eins.
Lögð er áhersla á faglegt og fjölbreytt starf þar sem rödd ungmenna er í forgrunni. Unnið er markvisst með styrkleika og hæfileika ungmenna, þeim tryggð jöfn tækifæri og stuðlað að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu.
Leitað er að frístundaráðgjafa með reynslu af starfi með ungmennum, auk innsýnar og áhuga á málefnum ungs fólks. Um er að ræða 32% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Skipuleggur og hefur umsjón með ákveðnum hópum og verkefnum í frístundastarfi í Molanum í samstarfi við verkefnastjóra og deildarstjóra.
- Vinnur faglegt starf með ungu fólki í frístundastarfi.
- Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
- Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi Molans.
- Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og stuðlar að því að ungt fólk eigi greiðan aðgang að lýðræðislegum ákvörðunum um starfsemi Molans.
- Hefur umsjón með skipulögðu frístundastarfi ólíkra hópa ungs fólks í samræmi við þeirra þarfir.
- Framkvæmir önnur þau verkefni sem deildarstjóri frístundadeildar fela honum og falla að hans starfssviði.
- Diplómanám í uppeldis- eða tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskilegt.
- Reynsla af störfum með börnum og ungmennum.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Icelandic










