Molinn - miðstöð unga fólksins
Molinn - miðstöð unga fólksins
Molinn - miðstöð unga fólksins

Frístundaráðgjafi óskast í Molann

Molinn – miðstöð unga fólksins óskar eftir að ráða frístundaráðgjafa til faglegs starfs með ungmennum á aldrinum 16–25 ára.

Starfið felst í fjölbreyttu og skipulögðu frístundastarfi. Í Molanum er einnig boðið upp á ráðgjöf og stuðning í samvinnu við ráðgjafa ungmenna, með það að markmiði að tryggja viðeigandi þjónustu eftir þörfum hvers og eins.

Lögð er áhersla á faglegt og fjölbreytt starf þar sem rödd ungmenna er í forgrunni. Unnið er markvisst með styrkleika og hæfileika ungmenna, þeim tryggð jöfn tækifæri og stuðlað að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu.

Leitað er að frístundaráðgjafa með reynslu af starfi með ungmennum, auk innsýnar og áhuga á málefnum ungs fólks. Um er að ræða 32% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur og hefur umsjón með ákveðnum hópum og verkefnum í frístundastarfi í Molanum í samstarfi við verkefnastjóra og deildarstjóra.
  • Vinnur faglegt starf með ungu fólki í frístundastarfi.
  • Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
  • Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi Molans.
  • Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og stuðlar að því að ungt fólk eigi greiðan aðgang að lýðræðislegum ákvörðunum um starfsemi Molans.
  • Hefur umsjón með skipulögðu frístundastarfi ólíkra hópa ungs fólks í samræmi við þeirra þarfir.
  • Framkvæmir önnur þau verkefni sem deildarstjóri frístundadeildar fela honum og falla að hans starfssviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Diplómanám í uppeldis- eða tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskilegt.
  • Reynsla af störfum með börnum og ungmennum.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta æskileg.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins. 

Advertisement published15. December 2025
Application deadline29. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Hábraut 2, 200 Kópavogur
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags