Dineout ehf.
Dineout ehf.
Dineout ehf.

Forstöðumaður sölu og þjónustu

Dineout ehf. leitar að drífandi og lausnamiðuðum leiðtoga til að stýra sölu- og þjónustumálum fyrirtækisins. Þetta er lykilhlutverk í ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki og verkefna felast meðal annars í að stýra framsýnu söluteymi, styrkja tengsl við núverandi viðskiptavini og finna tækifæri til vaxtar á markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra og þróa sölu- og þjónustuteymi Dineout með skýra framtíðarsýn og hvetjandi forystu
  • Móta og innleiða söluáætlanir og þjónustustefnu sem styðja við markmið fyrirtækisins
  • Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini
  • Safna og greina gögn um sölu, þjónustu og ánægju viðskiptavina til að styðja við ákvarðanatöku
  • Leiða innleiðingarferli nýrra viðskiptavina og fylgja eftir með virku eftirliti
  • Þróa og halda utan um þjálfunaráætlanir fyrir sölu- og þjónustuteymi
  • Vinna þvert á svið með þróunarteymi, markaðs- og rekstrardeildum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærilegu sviði er skilyrði
  • Reynsla af leiðtogastarfi innan sölu- og/eða þjónustumiðaðs umhverfis
  • Stjórnunarreynsla í hugbúnaðargeiranum er æskileg
  • Reynslu af verkefnastjórnun er kostur
  • Leiðtogahæfni og geta til að byggja upp liðsheild
  • Góð tækni-, hugbúnaðar- og tölvukunnátta
  • Sterk samskiptahæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
Advertisement published19. December 2025
Application deadline9. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Business relationsPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags