
Dineout ehf.
Dineout ehf. er leiðandi hugbúnaðarhús með áherslur á lausnir fyrir veitingastaði, hótel og annan rekstur. Fyrirtækið var stofnað árið 2017 og hefur verið í miklum vexti síðan. Það samanstendur af þverfaglegu teymi forritara, verkfræðinga og sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu af daglegum rekstri veitingastaða.

UI/UX hönnuður
Dineout leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum UI/UX hönnuði til að vinna þvert á þrjú spennandi vörumerki: Dineout, Sinna og Icelandic Coupons. Starfið er fjölbreytt og krefjandi, þar sem unnið er með ólíkar stafrænar vörur, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða hönnun notendaviðmóta fyrir vef- og smáforrit
- Móta og þróa hönnunarkerfi (design system) fyrir öll þrjú vörumerkin, með skýra sýn á samræmi og sérstöðu hvers vörumerkis
- Vinna náið með þróunarteymum, vörustjórum og markaðsdeild
- Tryggja samrýnda, skýra og notendavæna upplifun í öllum stafrænum lausnum
- Önnur tilfallandi verkefni, m.a. gerð markaðsefnis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og færni í hugbúnaðarhönnun, með áherslu á UX-flæði og UI-hönnun
- Reynsla af grafískri hönnun og gerð markaðsefnis er kostur
- Skapandi hugsun og næmt auga fyrir notendaupplifun og útliti
- Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að leiða verkefni frá hugmynd að lausn
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni
Advertisement published18. December 2025
Application deadline8. January 2026
Language skills
No specific language requirements
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveSoftware testingHuman relationsUXUser InterfaceIndependenceWeb development
Professions
Job Tags
Other jobs (1)

