

Félagsmiðstöðvarfulltrúar í grunnskólum Akureyrarbæjar
Við grunnskóla Akureyrarbæjar eru lausar til umsóknar stöður félagsmiðstöðvarfulltrúa. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður. Vinnutími er breytilegur, dag-, kvöld-, eða helgarvinna. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf í september eða samkvæmt samkomulagi.
Félagsmiðstöðvarfulltrúi er starfsmaður grunnskóla og starfar innan málaflokks forvarna- og frístunda. Markmið innan málaflokksins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem virkni og forvarnir eru höfð að leiðarljósi. Viðfangsefni eru forvarnaverkefni og virkniúrræði sem stuðla að velferð nemenda á mið- og unglingastigi. Í því felst m.a. að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Bjóða skal upp á fjölbreytt viðfangsefni og stuðning sem höfðar til ólíkra hópa.
Forvarnarteymi skóla skipuleggur og útfærir forvarnarfræðslu út frá stöðu forvarnarmála og þörfum hverju sinni. Félagsmiðstöðvarfulltrúi situr í forvarnarteymi og kemur forvarnarfræðslu til framkvæmdar.
Auglýsingu fyrir hvern skóla má finna hér;
Brekkuskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37277
Giljaskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37274
Glerárskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37289
Lundarskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37261
Naustaskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37280
Oddeyrarskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37282
- Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsmiðstöðva- og klúbbastarfs á mið- og unglingastigi frá byrjun ágúst og út júnímánuð í samráði við deildarstjóra, samstarfsfólk og þátttakendur í starfinu.
- Tryggja öryggi og vellíðan barna og unglinga í félagsmiðstöðvastarfi og nýta úrræði innan starfsins og samstarf til þess að fyrirbyggja og bregðast við óæskilegri hegðun.
- Vinna að ýmsum samstarfsverkefnum á milli félagsmiðstöðva grunnskóla og annarra sem koma að málefnum barna og ungmenna í samfélaginu, til að mynda almennt félagsmiðstöðvarstarf, dansleikir á vegum skóla, hinsegin félagsmiðstöð, Samfés, hæfileikakeppni o.fl.
- Öflun, utanumhald og miðlun upplýsinga og tölulegra gagna er varða starfsemi félagsmiðstöðva.
- Heldur utan um nemendaráð skólans eftir því sem við á.
- Heldur utan um valgrein innan skólans sem tekur mið af starfssviði.
- Skipuleggur, undirbýr og framkvæmir forvarnaverkefni og fræðslu.
- Starfar í forvarnarteymi skólans.
- Ber kennsl á helstu áhættuþætti í umhverfi barna og unglinga og bregst við þeim.
- Vinnur með grunnskólanemendum í 5. - 10. bekk að félagsfærni, jákvæðum samskiptum og sjálfstyrkingu í samstarfi við deildarstjóra og umsjónarkennara.
- Styður við einstaka viðburði hjá nemendum í 8. - 10. bekk í samráði við nemendur.
- Starfsmaður tekur þátt í stefnumótunarvinnu samkvæmt nánari ákvörðun yfirmanna, deildarstjóra og skólastjóra.
- Vera í góðu samstarfi við forsjáraðila.
- Háskólamenntun í tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi (BA/BS/B.Ed).
- Þekking á starfsemi félagsmiðstöðva.
- Nýleg og farsæl reynsla af vinnu með ungu fólki.
- Nýleg og farsæl reynsla af starfi við forvarnir og fræðslu.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Framtakssemi og frumkvæði.
- Samstarfsvilji og samskiptafærni.
- Færni í miðlun og framsetningu upplýsinga.
- Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun er æskileg.
- Mjög góð tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð enskukunnátta.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.


















