
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Velferðarsvið: Deildarstjóri í Stoðþjónustu Akureyrarbæjar
Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða einstakling með aðra menntun (BA, BS, B.Ed) sem nýtist í starfi. Um er að ræða ótímabundna stöðu í 80-100% starfshlutfalli. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Stoðþjónusta veitir stuðning og ráðgjöf til fólks sem vegna fötlunar, félagslegra aðstæðna og veikinda þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs, félagslega aðlögun og aðstoð við heimilishald. Stuðningurinn getur farið fram á heimili eða utan þess, eftir þörfum hvers og eins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur umsjón með uppbyggingu og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri, heildstæðri og sveigjanlegri þjónustu.
- Vinnur með notendum og eftir atvikum aðstandendum að gerð einstaklingsbundinnar stuðningsáætlunar um stuðning og markmið hennar og er leiðandi í framfylgd hennar.
- Miðlar upplýsingum og áherslum forstöðumanns þjónustunnar til alls starfsfólks og um breytingar í þjónustu og/eða stefnumótun.
- Mat á þörf fyrir stuðning hjá nýjum notendum sem og eldri.
- Á samstarf við utanaðkomandi aðila og er tengiliður milli þeirra og starfsmanna.
- Er tengiliður við notendur og aðstandendur.
- Er í samstarfi við aðra fagaðila sem tengjast stuðning við notendur og sér um að miðla upplýsingum áfram til annarra sem að málum koma.
- Heldur utan um og skipuleggur stuðningstíma notenda.
- Skráning og utanumhald á upplýsingum í þar til gerð skráningakerfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, eða önnur sambærileg háskólamenntun (BA, BS, B.Ed) sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af því að vinna með fólki með ýmiskonar færniskerðingu.
- Þekking á þjónustukerfum velferðar- og heilbrigðismála.
- Framúrskarandi færni í samskiptum, skipulagningu og verkefnastjórnun.
- Sjálfstæði í störfum og frumkvæði.
- Sveigjanleiki og eiga auðvelt með að laga sig að breytingum og breyttum aðstæður með skömmum fyrirvara vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta.
- Þekking og reynsla af ráðgjöf og samhæfingu verkefna er æskileg
- Framsækin hugsun og hæfni til nýsköpunar.
- Hafa bíl til umráða og gild ökuréttindi.
- Gott vald á íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published5. August 2025
Application deadline25. August 2025
Language skills

Required
Location
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePlanningFlexibility
Professions
Job Tags
Other jobs (4)

Velferðarsvið: Starfsmaður í stoðþjónustu Akureyrarbæjar
Akureyri

Deildarstjórar forvarna- og frístundamála grunnskóla
Akureyri

Velferðarsvið: Háskólamenntaður starfsmaður í skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Deildarstjóri í skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri
Akureyri
Similar jobs (12)

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild
Landspítali

Fagaðili óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali

Deildarstjóri í búsetukjarna á Drekavöllum
Hafnarfjarðarbær

Forstöðumaður á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær

Velferðarsvið: Starfsmaður í stoðþjónustu Akureyrarbæjar
Akureyri

Óska eftir NPA aðstoðarmanneskju
GN

Velferðarsvið - Starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi með umsjón
Hitt húsið

Ævintýragjarn aðstoðarmaður óskast!
NPA miðstöðin

Óska eftir NPA aðstoðarmanneskju í 100% stöðu
NPA miðstöðin