Veritas
Veritas

Fasteignaumsjón

Við leitum að reynslumiklum, öflugum og metnaðarfullum starfsmanni í starf yfirumsjónarmanns fasteigna. Starfsmaðurinn mun sinna fjölbreyttum störfum fyrir öll fyrirtæki Veritas samstæðunnar og fasteignafélagsins Hávarðsstaða.

Fyrirtæki félagsins starfa á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru með um 17.000 fermetra af fasteignum, mest vöruhús og skrifstofuhúsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með fasteignum félaganna
  • Almenn húsnæðistengd þjónusta
  • Rekstur, eftirlit, viðhald og viðgerðir á húsnæði, lóð og öðrum innanstokksmunum
  • Umsjón og eftirlit með tæknikerfum svo sem kæli-, hita-, loftræsti- og öryggiskerfum
  • Samskipti við þjónustuaðila, öflun tilboða og eftirlit með húsnæðistengdum verkefnum
  • Breytingar á húsnæði, flutningur og uppsetning á vinnusvæðum
  • Þátttaka í þróunarvinnu við að hámarka virði fasteignanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk þekking og reynsla sem nýtist í starfi, iðn- eða tæknimenntun kostur
  • Haldbær reynsla af sambærilegum störfum, verkstjórn og eftirliti með verklegum framkvæmdum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Frábær þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
  • Reynsla og þekking á skipulagsvinnu kostur
  • Viðkomandi þarf að vera laghentur og lausnamiðaður
Advertisement published21. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags