

Umsjónarmaður félagsheimis Hátúni 12
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir starfsmanni í þrif og almenna umhirðu
Við leitum að drífandi og áreiðanlegum starfsmanni til að sjá um þrif og almenna umhirðu í félagsheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og sjálfstætt starf í hlýlegu og samfélagslega mikilvægu umhverfi.
Helstu verkefni:
-
Þrif og dagleg umhirða húsnæðis
-
Almenn tiltekt og viðhald snyrtilegs umhverfis
-
Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Hæfniskröfur:
-
Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Lipurð í mannlegum samskiptum
-
Reynsla af þrifum er kostur en ekki skilyrði
Ef þú hefur áhuga á að leggja þitt af mörkum í notalegu og hlýju félagslegu umhverfi, viljum við gjarnan heyra frá þér.
- Sjá um þrif og almenna umhirðu í félagsheimili.
- Setja upp borð og stóla í sal eftir þörfum.
- Annast léttar viðgerðir og viðhald fasteignarinnar.
- Umsjón með húsnæði og daglegt eftirlit.
- Önnur tilfallandi verkefni.
-
Góð almenn samskiptahæfni
-
Jákvæðni og góð þjónustulund
-
Hreint sakavottorð

