
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Kæribær er 41 nemenda leikskóli sem skiptist á tvær deildir. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu starfsfólki. Skólinn er staðsettur við Hlíðargötu 56. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og leikskólinn Kæribær eru í sömu byggingu og samstarfið því mikið og gott. Kæribær vinnur samkvæmt uppbyggingarstefnunni, Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og uppeldisstefnu Fjarðabyggðar
- Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi leikskólans og ber ábyrgð á deildarstarfi
- Deildarstjóri annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
- Deildarstjóri hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Deildarstjóri ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu í leikskóla. (leyfisbréf fylgi umsókn).
- Reynsla af starfi með börnum.
- Þekking á uppeldisstefnum Fjarðabyggðar er æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
- Starfsmenn fá greiðslur fyrir að matast með börnum.
- Vinnutímastytting, er hægt að taka út mánaðarlega eða safna í lengri frí.
- Sex skipulagsdagar eru á ári.
Advertisement published30. April 2025
Application deadline13. May 2025
Language skills

Required
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (23)

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Aðstoðarmatráður við leikskólann Eyrarvelli í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Kennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Forstöðumaður frístundar við Nesskóla
Fjarðabyggð

Raungreinakennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Kennari fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, ÍSAT
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

List- og verkgreinakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Sérkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Náttúrugreinakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Íþróttakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Similar jobs (12)

Við Grunnskólann í Hveragerði vantar fleira gott starfsfólk
Grunnskólinn í Hveragerði

Tónmenntakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennslustjóri á 5 ára deild Sjálandsskóla óskast
Garðabær

Umsjónarkennari á unglingastigi í Húnaskóla
Húnabyggð

Deildarstjóri leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri eldri deildar
Stekkjaskóli

Umsjónarkennari á miðstigi
Egilsstaðaskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt